Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á drónaárás sem Bandaríkjamenn gerðu í Kabúl í Afganistan 29. ágúst. Tíu almennir borgarar létust í árásinni.
„Ég votta fjölskyldu fórnarlambanna mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Austin í yfirlýsingu.
„Við biðjumst velvirðingar og munum læra af þessum hræðilegu mistökum.“
Fórnarlömb árásarinnar voru fjölskylda og einstaklingur sem starfaði við mannúðaraðstoð, yngsta fórnarlamb árásarinnar var tveggja ára.