Lík Gabrielle Petito fundið

Gabrielle Petito
Gabrielle Petito AFP

Lík hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito er fundið. 

Hún sagði upp starfi sínu og lagði af stað í ferðalag með kærasta sínum á húsbíl í júlí á þessu ári. Hann sneri einn til baka þann 1. september en neitaði að ræða við lögreglu. Fjölskyldan hafði ekki heyrt frá Petito síðan í ágúst. 

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Petito síðan 1. september en á þriðjudag hvarf kærasti hennar, sem liggur undir grun, sporlaust.

Líkamsleifar Petito fundust í skógi í Wyoming í Bandaríkjunum.

Deildu myndum og myndböndum

Á ferðalagi sínu hafði parið upphaflega verið ötult við að deila myndum og myndböndum af ferðalagi sínu á instagram.

Parið hlóð upp mynd­skeiði af upp­hafi ferðalags síns, þar sem þau ferðuðust um á hvít­um Ford-bíl, á Youtu­be.

Mynd­skeiðið hef­ur fengið yfir tvær milljónir áhorfa á veit­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert