Hyggst leyfa Evrópubúum að ferðast til Bandaríkjanna

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Bólusettir farþegar frá Evrópu og Bretlandi mega ferðast til Bandaríkjanna frá og með nóvember næstkomandi. Þetta mun Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynna í dag, að því er segir í umfjöllun Financial Times, þar sem einnig segir að ráðstöfunin sé mikill sigur fyrir bresk stjórnvöld og Evrópusambandið.

Þannig mun 18 mánaða löngu farbanni Evrópubúa til Bandaríkjanna taka endi. Þrír heimildamenn Financial Times segja að bólusettir farþegar munu geta ferðast frá Evrópu til Bandríkjanna innan örfárra vikna.

Einnig er haft eftir heimildum að Biden ætli sér að endurskoða ferðalög til Bandaríkjanna frá áfangastöðum víðar en í Evrópu. Er þannig sagt að stór skref verði stigin í því að færa flugsamgöngur um heim allan í eðlilegt horf.

Núgildandi reglugerðir gera aðeins ráð fyrir því að bandarískir ríkisborgarar, nánasta fjölskylda þeirra, handahafar Græna kortsins og þeir sem hafa brýnum erindum að gegna megi ferðast til Bandaríkjanna frá Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert