Pfizer segir bóluefnið öruggt fyrir börn á aldrinum 5 - 11 ára

Lyfjarisarnir ætla að skila gögnum sínum til eftirlitsstofnana í Evrópusambandinu, …
Lyfjarisarnir ætla að skila gögnum sínum til eftirlitsstofnana í Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og um allan heim „eins fljótt og auðið er“. AFP

Pfizer og BioNTech gáfu í dag út að niðurstöður rannsókna þeirra sýna að bóluefni gegn Covid-19 sé öruggt og framkalli öfluga ónæmisvörn hjá börnum á aldrinum fimm til ellefu ára. Þá gáfu þau einnig út að þau munu leita samþykkis eftirlitsaðila fljótlega og sögðu að bóluefnið yrði gefið í vægari skammti fyrir börn yngri en 12 ára.

„Hjá þátttakendum á aldrinum fimm til ellefu ára var bóluefnið öruggt, þoldist vel og sýndi öfluga mótefnasvörun,“ sagði bandaríski lyfjarisinn Pfizer og BioNTech í sameiginlegri yfirlýsingu.“

Niðurstöðurnar þær fyrstu sinnar tegundar

Lyfjarisarnir ætla að skila gögnum sínum til eftirlitsstofnana í Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og um allan heim „eins fljótt og auðið er“.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær fyrstu sinnar tegundar fyrir börn yngri en 12 ára en rannsókn Moderna á virkni bóluefnisins í börnum á aldrinum sex til ellefu ára stendur enn yfir.

Þó svo að börn séu talin í minni hættu á alvarlegum veikindum í kjölfar Covid-19 smita, eru áhyggjur af því að Delta afbrigðið gæti leitt til alvarlegri tilfella. Einnig er litið á það að bólusetningar barna séu lykilatriði til að halda skólum opnum og hjálpa til við að binda enda á heimsfaraldurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert