Frjálslyndi flokkur Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi en náði þó ekki hreinum meirihluta.
Truedau, sem boðaði til kosninganna í síðasta mánuði, verður því áfram forsætisráðherra landsins.
„Þið eruð að senda okkur aftur til starfa með skýrt umboð til að komast í gegnum þennan faraldur og yfir í bjartari daga framundan,” sagði Trudeau.
„Það er nákvæmlega það sem við ætlum að gera,” bætti hann við.
Ríkisstjórn Trudeaus hefur verið í minnihlutastjórn síðan 2019 og hefur hann því þurft að treysta á stjórnarandstæðinga til að koma sínum málefnum á framfæri.
Breaking News: Justin Trudeau’s political gamble failed to pay off when Canadian voters kept him as prime minister but denied him an expanded bloc of power in Parliament. https://t.co/1SnHyc3AKF
— The New York Times (@nytimes) September 21, 2021