Trudeau verður áfram forsætisráðherra

Justin Trudeau flytur sigurræðuna. Við hlið hans er eiginkona hans …
Justin Trudeau flytur sigurræðuna. Við hlið hans er eiginkona hans Sophie Gregoire-Trudeau. AFP

Frjálslyndi flokkur Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi en náði þó ekki hreinum meirihluta.

Truedau, sem boðaði til kosninganna í síðasta mánuði, verður því áfram forsætisráðherra landsins.

„Þið eruð að senda okkur aftur til starfa með skýrt umboð til að komast í gegnum þennan faraldur og yfir í bjartari daga framundan,” sagði Trudeau.

„Það er nákvæmlega það sem við ætlum að gera,” bætti hann við.

Rík­is­stjórn Trudeaus hef­ur verið í minni­hluta­stjórn síðan 2019 og hef­ur hann því þurft að treysta á stjórn­ar­and­stæðinga til að koma sín­um mál­efn­um á fram­færi.  

Justin Trudeau.
Justin Trudeau. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert