Öflugur og óvenjulegur skjálfti í Ástralíu

Upptök skjálftans voru utan við borgina Melbourne.
Upptök skjálftans voru utan við borgina Melbourne. Kort/USGS

Sterkur skjálfti á litlu dýpi skók Suðaustur-Ástralíu að morgni miðvikudags að staðartíma, eða upp úr klukkan ellefu fyrir miðnætti að íslenskum tíma.

Í annarri stærstu borg Ástralíu, Melbourne, þusti fólk út á götur eftir að byggingar tóku að hristast af völdum skjálftans.

Skjálftans varð vart víða, eða hundruðum kílómetra frá upptökunum. Talið er að hann hafi verið um 5,9 að stærð. 

Hús þar í landi eru alla jafna ekki sérstaklega reist með það í huga að þau geti staðist sterka jarðskjálfta. Myndir hafa birst á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hvar múrsteinar hafa losnað úr veggjum bygginga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert