Raforkufyrirtæki ákært fyrir mannskæðan eldsvoða

Gróðureldar í Kaliforníu í september 2021.
Gróðureldar í Kaliforníu í september 2021. AFP

Raflín­ur banda­rísks raf­orku­fyr­ir­tæk­is ollu hrika­leg­um gróðureld­um í Kali­forn­íu árið 2020 þar sem fjór­ir fór­ust. Fyr­ir­tækið hef­ur nú, að sögn sak­sókn­ara, verið ákært fyr­ir mann­dráp. 

Það kviknaði í rúm­lega 22.000 hekt­ara svæði, sem sam­svar­ar um 220 fer­kíló­metr­um, þegar raflín­ur fyr­ir­tæk­is­ins Pacific Gas and Electric rák­ust utan í tré í sept­em­ber í fyrra.

Sak­sókn­ar­ar segja að tréð, sem var í Shasta-sýslu, hafi verið hættu­lega ná­lægt raflínu og hefði þurft að fjar­lægja það þrem­ur árum áður.

„Við höf­um full­nægj­andi sönn­un­ar­gögn fyr­ir því það sé hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að fyr­ir­tækið Pacific Gas og Electric beri refsi­á­byrgð fyr­ir þátt sinn í skógar­eld­un­um og á þeim dauðsföll­um og eyðilegg­ing­um sem hann olli,“ sagði héraðssak­sókn­ar­inn Stephanie Bridgett og bætti við:

„Þessi mis­tök voru kæru­leys­is­leg og er um glæp­sam­legt gá­leysi að ræða sem leiddi til dauða fjög­urra manna.“ Meðal þeirra látnu var fjög­urra ára stúlka. 

Raf­orku­fyr­ir­tækið hef­ur játað að það hafi verið raflína á þeirra veg­um sem rakst utan í tréð sem olli síðan elds­voðanum en seg­ist þó ekki hafa framið glæp.

Fyr­ir­tækið áður valdið elds­voða

Fyr­ir­tækið var fundið sekt árið 2018 þegar það olli Camp-elds­voðanum en elds­voðinn varð 86 manns að bana og þurrkaði nærri því út bæ­inn Para­dise.

Fyr­ir­tækið kvaðst á þessu ári myndu grafa 16.000 kíló­metra af raflín­um í því skyni að halda þeim fjarri gróðri. 

Elds­voðar eru al­geng­ir í Kali­forn­íu. Vís­inda­menn segja að hlýn­un jarðar geri svæðið heit­ara, þurr­ara og viðkvæm­ara fyr­ir eldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert