Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um morðið á grunnskólakennaranum Sabinu Nessa í suðausturhluta London.
Lík Nessa, sem var 28 ára, fannst almenningsgarðinum Cator Park í hverfinu Kidbrooke 18. september síðastliðinn.
38 ára maður var handtekinn vegna málsins í Austur-Sussex í nótt.
Lögreglan Scotland Yard hafði áður birt myndir úr eftirlitsmyndavél af manni á gangi framhjá Pegler-torgi nóttina sem ráðist var á Nessa.
Hún ætlaði að hitta vin sinn á barnum The Depot eftir að hafa yfirgefið heimili sitt við Astell Road, að því er BBC greinir rá.
Lík hennar fannst daginn eftir í garðinum, skammt frá göngustíg. Tveir aðrir menn höfðu áður verið handteknir vegna gruns um morðið en síðar var þeim sleppt úr haldi.