Hið minnsta sjö létust í sjálfsmorðssprengingu nærri forsetahöllinni í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Hið minnsta átta slösuðust.
Í yfirlýsingu lýstu hryðjuverkasamtökin Al-Shabab yfir ábyrgð á árásinni.
Árásin beindist að bílalest sem var á leið að forsetahöllinni.
Vitni að árásinni segir í samtali við AFP að sprengjan hafi verið virkjuð þegar lögregla stöðvaði bifreið árásarmannsins vegna hefðbundins öryggiseftirlits við eftirlitsstöð.
„Vanalega stöðva þau farartæki og skoða þau áður en þau geta farið í gegnum eftirlitsstöðina. Þessi bifreið var stöðvuð og öryggisverðirnir fóru að henni og sprengjan sprakk á meðan nokkrar aðrar bifreiðir og gangandi vegfarendur fóru framhjá á nærliggjandi vegi. Ég sá sært og látið fólk vera borið í burtu,“ sagði Mohamed Hassan við AFP.
Vitni segja við BBC að sjö bifreiðar þrír léttivagnar hafi eyðilagst í árásinni.