Utanríkisráðherra Grænlands, Pele Broberg sem talar fyrir sjálfstæði Grænlendinga, var færður úr embætti í dag eftir að hann sagði að aðeins inúítar ættu að fá að kjósa í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Grænlands frá Danmörku. Orðin lét hann falla í viðtali sem birt var í Berlingske.
Forsætisráðherrann Mute Egede, sem styður fullveldi Grænlands en ekki sjálfstæði, sagði að ríkisstjórnin hefði samþykkt að endurskipa ráðherrastóla í kjölfar ummæla Broberg.
Broberg mun nú verða ráðherra viðskipta og Egede mun fara með stjórn utanríkismála. Forsætisráðherrann ítrekaði í dag að „allir íbúar Grænland hafi sömu réttindi“.
Um 90% Grænlendinga eru inúítar, en alls búa um 56 þúsund manns í landinu. „Hugmyndin er að þeir sem stofnuðu hér nýlendu fái ekki að ráða hvort þeir verði áfram eða ekki,“ sagði Broberg í viðtali við danska dagblaðið Berlingske.