Stærsti stjórnmálaflokkur Japans hefur kjörið fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, Fumio Kishida, sem nýjan leiðtoga sinn.
Allt útlit er því fyrir að hann verði næsti forsætisráðherra landsins í stað Yoshihide Suga, sem ákvað að láta af embætti eftir aðeins eins árs starf.
Kishida bar sigurorð af Taro Kono í óvenjuharðri baráttu um leiðtogasætið í flokknum.
Breaking News: Japan’s governing party elected Fumio Kishida, a favorite with elite power brokers, as its leader. He is all but guaranteed to become prime minister. https://t.co/GshlFaEUKs
— The New York Times (@nytimes) September 29, 2021