Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur verið fundinn sekur um brot á reglum um fjármálaframboð fyrir forsetakosningarnar í landinu árið 2012.
Hann hlaut eins árs fangelsisdóm, auk þess sem tvö ár til viðbótar eru bundin skilorði.
Fyrr á þessu ári var Sarkozy fundinn sekur um spillingu, en hann hafði reynt að múta dómara gegn upplýsingum um hvernig rannsókn á fjármálum hans gengi.
Former French President Nicolas Sarkozy is found guilty of illegal electoral campaign financing in his failed 2012 re-election bid https://t.co/q8gh7ONuaJ
— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 30, 2021
Réttarhöldin yfir Sarkozy og starfsmönnunum þrettán áttu að hefjast í mars, en var frestað eftir að einn þeirra lögmanna sem að málinu koma sýktist af Covid-19.
Að sögn dómara þarf Sarkozy, sem er 66 ára, ekki að afplána dóminn í fangelsi heldur nægir honum að vera með rafrænt ökklaband á heimili sínu.