Sarkozy fundinn sekur

Nicolas Sarkozy árið 2016.
Nicolas Sarkozy árið 2016. AFP

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur verið fundinn sekur um brot á reglum um fjármálaframboð fyrir forsetakosningarnar í landinu árið 2012.

Hann hlaut eins árs fangelsisdóm, auk þess sem tvö ár til viðbótar eru bundin skilorði. 

Fyrr á þessu ári var Sar­kozy fund­inn sek­ur um spill­ingu, en hann hafði reynt að múta dóm­ara gegn upp­lýs­ing­um um hvernig rann­sókn á fjár­mál­um hans gengi.

Rétt­ar­höld­in yfir Sar­kozy og starfs­mönn­un­um þrett­án áttu að hefjast í mars, en var frestað eft­ir að einn þeirra lög­manna sem að mál­inu koma sýkt­ist af Covid-19. 

Að sögn dómara þarf Sarkozy, sem er 66 ára, ekki að afplána dóminn í fangelsi heldur nægir honum að vera með rafrænt ökklaband á heimili sínu.

Sarkozy á leiðinni í dómsal í júní síðastliðnum.
Sarkozy á leiðinni í dómsal í júní síðastliðnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert