Yfir 100 látnir í fangelsi í Ekvador

Sérsveit frá Ekvador fyrir utan fangelsið.
Sérsveit frá Ekvador fyrir utan fangelsið. AFP

Alls eru 116 látnir og hátt í 80 særðir eftir átök á milli gengja í fangelsi í Ekvador.

Guillermo Lasse, forseti Ekvadors, greindi frá þessu. Hermenn hafa umkringt fangelsið, sem er eitt af mörgum í landinu þar sem fangarnir eru of margir og starfsmenn of fáir.

Fangarnir voru vopnaðir byssum og handsprengjum í átökunum sem talið er að tengist mexíkóskum eiturlyfjagengjum.

Fangelsið sem um ræðir.
Fangelsið sem um ræðir. AFP

„Við viljum fá upplýsingar vegna þess að við vitum ekkert um fjölskyldur okkar og syni okkar,” sagði ein kona sem stóð áhyggjufull fyrir utan fangelsið. „Sonur minn er þarna inni.”

Yfir 200 fangar hafa látist í átökum í fangelsum í Ekvador það sem af er þessu ári.

Meðlimir í kólumbíska hernum standa vörð fyrir utan fangelsið.
Meðlimir í kólumbíska hernum standa vörð fyrir utan fangelsið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert