Fyrrverandi lögreglumaður sem er grunaður um að hafa meðal annars myrt ungar stúlkur á níunda áratugnum í Frakklandi fannst látinn eftir að hafa komist hjá handtöku í 35 ár.
Francois Verove var 59 ára þegar hann framdi sjálfsmorð á heimili sínu í Suður-Frakklandi í septembermánuði eftir að hann var boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu. Verove skyldi eftir skriflega yfirlýsingu og DNA-sýni.
Verove rændi, nauðgaði og myrti ungar stúlkur á níunda áratugnum en var aldrei handtekinn. DNA-sýnið sem hann skyldi eftir sannar tengsl á milli Verove og vettvanganna þar sem glæpirnir voru framdir.
Þekktasta málið er morðið á Cecile sem var ellefu ára gömul þegar hún fannst látin í kjallara heimilis síns í París. Lögreglan telur að Verove hafi rænt Cecile þegar hún var á leið í skólann.
Nýlega fór rannsakendum að gruna að hinn seki væri lögreglumaður með sérstaka herþjálfun. Í ár voru því allir slíkir lögreglumenn sem störfuðu á níunda áratugnum í París boðaðir í skýrslutöku, alls um 750 einstaklingar.
Verove fékk boð í skýrslutöku 24. september en eiginkona hans tilkynnt hvarf hans 27. september. Verove fannst látinn tveimur dögum síðar.
Samkvæmt frönskum miðlum sagði Verove frá „fyrri hvötum“ í yfirlýsingunni sem hann skyldi eftir. Hann sagðist hins vegar hafa „náð hemil“ á þeim hvötum og framdi ekki glæpi eftir árið 1997.