Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis varaforseta landsins á næsta ári. Hann ætlar þess í stað að segja skilið við stjórnmál.
Hugsanlegt er að með þessari óvæntu ákvörðun vilji hann ryðja leiðina fyrir dóttur sína, bjóði hún sig fram í næstu forsetakosningum.
„Flestir Filippseyingar telja að ég sé ekki hæfur og það yrði brot gegn stjórnarskránni að fara í kringum lögin og anda stjórnarskrárinnar,” sagði Duterte og átti þar við framboðið til embættis varaforseta. Í ágúst lýsti hann því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram í embættið.
Skoðanakannanir sýna að hann er nánast eins vinsæll og hann var þegar hann komst til valda árið 2016 eftir loforð um að leysa eiturlyfjavanda landsins. Hann má ekki bjóða sig fram til annars kjörtímabils sem forseti, samkvæmt stjórnraskrá landsins.
BREAKING: President Duterte announces retirement from politics, won't run for vice presidency.
— CNN Philippines (@cnnphilippines) October 2, 2021
"In obedience to the will of the people, I now say sa mga kababayan ko, sundin ko ang gusto ninyo—today, I announce my retirement from politics," he says https://t.co/2UpAoGKD1A pic.twitter.com/FG2zGSh64I