Þúsundir barnaníðinga frá árinu 1950

Jean-Marc Sauve, formaður sjálfstæðu rannsóknarnefndarinnar.
Jean-Marc Sauve, formaður sjálfstæðu rannsóknarnefndarinnar. AFP

Þúsundir barnaníðinga hafa starfað innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá árinu 1950. Formaður sjálfstæðrar rannsóknarnefndar greindi frá þessu, en á næstunni verður skýrsla nefndarinnar birt.

Í rannsókninni kom í ljós að á milli 2.900 og 3.200 barnaníðingar störfuðu sem prestar eða við annað innan kirkjunnar, að sögn formannsins Jean-Marc Sauve. Bætti hann við að þetta væri lágmarksmat á fjölda þeirra.

Skýrslan er 2.500 blaðsíðna löng og verður gefin út á þriðjudaginn eftir tveggja og hálfs árs rannsókn. Hún er byggð á skjölum frá kirkjunni, dómstólum og lögreglunni, auk þess sem rætt var við vitni.

Lögð verða jafnframt til í skýrslunni 45 tillögur til úrbóta.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert