Áfrýjar dómi um að grafa upp lík Mugabe

Robert Mugabe kyssir eiginkonu sína Grace.
Robert Mugabe kyssir eiginkonu sína Grace. AFP

Grace Muga­be, ekkja fyrr­um for­seta Simba­bve, hef­ur áfrýjað ákvörðun dóm­ara að gröf eig­in­manns henn­ar verði við minn­is­merki um þjóðhetj­ur lands­ins í höfuðborg­inni Har­are.

Grace lagði Robert til hinstu hvílu árið 2019 eft­ir mikl­ar deil­ur um hvar gra­freit­ur hans ætti að vera. Nú hvíl­ir hann í garði ná­lægt heim­ili hans í bæn­um Kutama, 90 kíló­metr­um frá Har­are.

Í maí var Grace gert að greiða sekt upp á fimm kýr og tvær geit­ur fyr­ir ósæmi­lega greftrun Muga­bes. Þá dæmdi dóm­stól­inn að lík Muga­be yrði grafið upp og fært að minn­is­merk­inu til hinstu hvílu.

Börn Muga­be áfrýjuðu dóm­in­um en dóm­ari féllst ekki á kröfu þeirra í síðasta mánuði á þeim grund­velli að börn hans hefðu ekki laga­leg­an rétt til þess að áfrýja ákvörðun­inni. Grace hef­ur því komið í stað barna Muga­be.

Robert Muga­be var for­seti Simba­bve um 37 ára skeið en steig til hliðar tveim­ur árum áður en hann lést árið 2019.

Robert Mugabe var forseti Simbabve í 37 ár.
Robert Muga­be var for­seti Simba­bve í 37 ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert