Facebook velji hagnað fram yfir öryggi

Starfsmaður Facebook á gangi framhjá „like
Starfsmaður Facebook á gangi framhjá „like"-merki. AFP

Uppljóstrari sem birti fjölda skjala frá Facebook þar sem því var haldið fram að efni á samfélagsmiðlinum ýtti undir hatursorðræðu og skaðaði andlega heilsu barna steig fram opinberlega í fyrsta sinn í gær.

Frances Haugen, 37 ára gagnasérfræðingur frá Iowa í Bandaríkjunum, hefur starfað fyrir fyrirtæki á borð við Google og Pinterest, auk Facebook. Í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur sagði hún að Facebook væri „töluvert verra“ en allt annað sem hún hefði séð.

„Facebook hefur hvað eftir annað sýnt að það velur hagnað fram yfir öryggi. Það borgar fyrir hagnað sinn með okkar öryggi,“ sagði Haugen og kallaði eftir hertum reglum.

„Sú útgáfa af Facebook sem er til í dag er að tæta samfélög okkar í sundur og valda ofbeldi á meðal ólíkra þjóðernishópa víðsvegar um heiminn,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka