Segjast hafa eyðilagt bækistöðvar Ríkis íslams

Hermaður talíbana við öllu búinn í útjaðri Kabúl.
Hermaður talíbana við öllu búinn í útjaðri Kabúl. AFP

Talíbanar sögðust í morgun hafa eyðilagt bækistöðvar Ríkis íslams í Kabúl, höfuðborg Afganistans, nokkrum klukkustundum eftir að árás var gerð á mosku í borginni í gær sem varð fimm manns að bana.

Talið er að liðsmenn Ríkis íslams hafi verið þar að verki.

Talíbanar náðu völdum í Kabúl fyrir sjö vikum en verða enn fyrir árásum frá Ríki íslams á svæðinu.

Zabihullah Mujahid, talsmaður talíbana, sagði að bækistöðvarnar hefðu verið eyðilagðar í norðurhluta Kabúl á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka