Vísa á bug fullyrðingum í Pandóruskjölum

Abdullah II, konungur Jórdaníu.
Abdullah II, konungur Jórdaníu. AFP

Konungshöllin í Jórdaníu hefur vísað á bug fullyrðingum í Pandóruskjölunum um að konungur landsins, Abdullah II, hafi búið til fjölda aflandsfélaga í því skyni að byggja upp fasteignaveldi erlendis að andvirði um 13 milljarðar króna.

Konungshöllin segir Pandóruskjölin hafa að geyma ónákvæmar og afbakaðar upplýsingar og að staðreyndir hafi verið ýktar.

Einnig segir hún það alvarlegt brot á öryggisreglum að birta heimilisföng þessara eigna. Konunginum og fjölskyldu hans stafi ógn af athæfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert