Bóluefnagjöf frá Íslandi lendir í Gana á morgun

Úr bænum Noe í Gana.
Úr bænum Noe í Gana. AFP

Sending með 530.000 skömmtum af Covid-19 bóluefni AstraZeneca mun lenda í Gana á morgun en skammtarnir eru gjöf frá Íslandi, Danmörk, Noregi og Þýskalandi. Fjölmiðilinn Modern Ghana greinir frá.

Skammtarnir verða afhendir Covax-miðstöðinni í  Gana. Covax er alþjóðlegt samstarf sem á að tryggja jafnari aðgang að bóluefnum fyrir fátækari ríki. Kjarninn greindi frá því að í upphafi september hafi Ísland verið búið að gefa 125.726 skammta af bóluefni í verkefnið.

Þjóðverjar verið Ganverjum góðir

Bóluefnið verður sent með flugi frá Amsterdam í vél frá KLM og mun lenda á morgun á alþjóðlega flugvellinum í Kotoka.

Meginþorri þeirra 530.00 skammta sem þjóðirnar gefa eru frá Þýskalandi, eða 386.400.

Þjóðverjar hafa því í heildina sent rétt tæplega 2,3 milljónir skammta af bóluefni við Covid-19 til Gana. Þar að auki hefur Þýskaland útvegað heila gjörgæsludeild fyrir spítala í landinu auk 45 öndunarvéla og fleiri tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert