Helmingur vörubílstjóra hefur nýtt sér tilboðið

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í morgun.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í morgun. AFP

Innan við helmingur þeirra 300 vegabréfsáritana sem Bretar buðu vörubílstjórum frá ríkjum Evrópusambandsins vegna eldsneytisskorts í landinu hafa verið nýttar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá þessu.

Hann sagði að umsagnir um 127 vegabréfsáritanir til landsins hafi borist en ekki 27 eins og kom fram í blaðinu The Times.

Ótti vegna skorts á bílstjórum sem keyra olíuflutningabíla í landinu hefur orðið til þess að biðraðir hafa orðið á bensínstöðvum síðustu tvær vikur af fólki sem vill tryggja sér eldsneyti.

Bensínskortur varð víðs vegar í landinu og enn eru margar bensínstöðvar eldsneytislausar.

Herinn var kallaður út í gær til að aðstoða við að koma eldsneyti á bensínstöðvar.

Johnson sagði skort á vörubílstjórum vera alþjóðlegt vandamál en viðurkenndi að hann væri „sérstakt vandamál Í Bretlandi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert