Innan við helmingur þeirra 300 vegabréfsáritana sem Bretar buðu vörubílstjórum frá ríkjum Evrópusambandsins vegna eldsneytisskorts í landinu hafa verið nýttar.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá þessu.
Hann sagði að umsagnir um 127 vegabréfsáritanir til landsins hafi borist en ekki 27 eins og kom fram í blaðinu The Times.
Ótti vegna skorts á bílstjórum sem keyra olíuflutningabíla í landinu hefur orðið til þess að biðraðir hafa orðið á bensínstöðvum síðustu tvær vikur af fólki sem vill tryggja sér eldsneyti.
Only 127 fuel drivers from overseas have applied for temporary visas aimed at tackling shortages, PM Boris Johnson says https://t.co/E0qqgZSUFu
— BBC News (UK) (@BBCNews) October 5, 2021
Bensínskortur varð víðs vegar í landinu og enn eru margar bensínstöðvar eldsneytislausar.
Herinn var kallaður út í gær til að aðstoða við að koma eldsneyti á bensínstöðvar.
Johnson sagði skort á vörubílstjórum vera alþjóðlegt vandamál en viðurkenndi að hann væri „sérstakt vandamál Í Bretlandi“.