Húsleit á skrifstofu kanslarans

Sebastian Kurz.
Sebastian Kurz. AFP

Flokkur fólksins í Austurríki (OeVP) segir að saksóknarar hafi efnt til húsleitar hjá flokknum, þar á meðal á skrifstofu kanslarans Sebastian Kurz.

Gaby Schwarz, aðstoðarritari flokksins, staðfesti húsleitina en gat ekki sagt til um hvað væri verið að rannsaka.

Hann sagði húsleitina vera „sýndarmennsku“ og að „ásakanirnar tengdust atburðum sem ná allt að fimm ár aftur í tímann“.

Dagblaðið Die Presse segir húsleitina tengjast mögulegri spilling við birtingu auglýsinga og skoðanakannana í dagblaðinu Österreich.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert