Ætlar að sameina Kína og Taívan

Xi Jinping.
Xi Jinping. AFP

Xi Jinping, forseti Kína, sagði í dag að friðsamleg sameining Kína og Taívan „verði og geti orðið raunin“.

Hið sjálfstæða Taívan, sem hefur aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði sínu, býr við stöðugar hótanir um innrás Kínverja sem líta á eyjuna sem yfirráðasvæði sitt og hafa heitið því að innlima Taívan að nýju einn daginn og beita til þess valdi ef þörf krefur. 

„Að sameinast með friðsamlegum hætti þjónar betur hagsmunum þjóðarinnar í heild, líka bræðrum okkar í Taívan,“ sagði Xi í ræðu í dag við hátíðarathöfn vegna 110 ára afmælis byltingar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. 

Vill engin afskipti erlendra ríkja

„Sjálfstæði Taívan er stærsta hindrunin fyrir sameiningu heimalandsins,“ sagði Xi sem mæltist til þess að aðrar þjóðir skiptu sér ekki af málinu. 

„Þetta mál er innanríkismál og verður erlendum öflum ekki hleypt að borðinu.“

Varn­ar­málaráðherra Taív­ans, Chiu Kuo-cheng, sagði í vikunni að spenna milli rík­is­ins og Kína hefði ekki verið meiri í 40 ár. Met­fjöldi herflug­véla á veg­um Kína hef­ur rofið loft­helgi Taív­an en það vek­ur áhyggj­ur af mögu­legri inn­rás frá Kína sem tel­ur eyríkið enn þá til­heyra sér.

Sér­fræðing­ar segja yf­ir­völd í Pek­ing ótt­ast op­in­bera sjálf­stæðiyf­ir­lýs­ingu frá Taívan og að yfirvöld í Kína muni svífast einskis til að stöðva slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka