Breska lögreglan hefur rætt við Virginia Roberts Giuffre sem sakar Andrés Bretaprins um að hafa brotið kynferðislega á sér árið 2001.
Giuffre stefndi Andrési í ágúst en undanfarnar vikur hafa staðið yfir deilur um hvort Andrési hafi verið tilkynnt með formlegum hætti um málið gegnum honum.
Á vef Guardian segir að breska lögreglan hafi yfirheyrt Giuffre um ásakanirnar en hún býr nú í Ástralíu. Óvíst er hvort lögreglan hefur tekið formlega skýrslu af Giuffre.
Andrés, sem er 61 árs gamall, er næstelsti sonur Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann hefur ítrekað hafnað ásökunum Giuffre.