Framlínustarfsfólki án bólusetningar sagt upp

Framlínustarfsfólk í Nýja-Sjálandi á hættu á að missa vinnuna, hafi …
Framlínustarfsfólk í Nýja-Sjálandi á hættu á að missa vinnuna, hafi það ekki verið fullbólusett við Covid-19. AFP

Yfirvöld í Nýja-Sjálandi tilkynntu í morgun um svokallaða „No jab, no job“-stefnu, sem leggst út á íslensku sem „engin bólusetning, ekkert starf“ og gildir um heilbrigðisstarfsfólk og kennara þar í landi. 

Stefnan gengur út á að læknar, hjúkrunarfræðingar og annað framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfi landsins verði að sýna fram á fulla bólusetningu við Covid-19, fyrir fyrsta desember, ellegar tapi þeir starfinu. 

Kennarar og annað skólastarfsfólk skal sýna fram á hið sama fyrir fyrsta janúar 2022. 

„Við getum ekki tekið neina áhættu og því gerum við það að skyldu,“ sagði Chris Hipkins, viðbragðsráðherra fyrir Covid-19, sem einnig er menntamálaráðherra.

Þá verður skrá haldin utan um bólusetningu barna á síðari stigum grunnskóla. Tilskipunin nær einnig til þeirra sem kenna við heimakennslu en ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort að bólusetning verði lögboðin á háskólastigi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert