Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á lágmarkslaunum

Verðlaunahafarnir tilkynntir.
Verðlaunahafarnir tilkynntir. AFP

David Card, Joshua Angrist og Guido Imbens hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í ár í hagfræði, að því er segir á vef BBC.

Verðlaunin voru veitt fyrir brautryðjendastarf við notkun „náttúrulegra tilrauna,“ en það eru tilraunir sem notast við raunverulegar aðstæður til að athuga áhrif stjórnvaldsákvarðana. 

Card er þekktastur fyrir rannsókn sína á áhrifum lágmarkslaunahækkana á atvinnu í Bandaríkjunum. Niðurstöður hans fengu vísindamenn til að endurskoða þær kenningar sínar að slíkar hækkanir leiði alltaf til aukins atvinnuleysis.

Guido Imbens, Joshua Angrist og David Card.
Guido Imbens, Joshua Angrist og David Card. AFP

Hélt að um grín væri að ræða

Card sagði BBC að hann hefði upphaflega haldið að um grín væri að ræða þegar honum var tilkynnt um verðlaunin.

Rannsókn Card var framkvæmd við Princeton háskóla á níunda áratugnum. Card ásamt, Alan Krueger, skoðaði veitingastaði í New Jersey fyrir og eftir að lágmarkslaun voru innleidd í fylkinu, nálgun sem var að sögn Card nokkuð óvenjuleg á þeim. Card sagði að niðurstöðurnar, að hækkun lágmarkslauna leiddi ekki til verulegs atvinnumissis, hefðu ekki strax fengist samþykktar. 

Card sem vinnur við Kaliforníuháskóla í Berkeley fær helminginn af verðlaunafénu, 5 milljónir sænskra króna. Angrist sem starfar við MIT og Imbens sem er fræðimaður við Stanford háskóla, deila hinum fimm milljónunum.

Imbens sagðist mjög ánægður með að heyra fréttirnar og þá sérstaklega að hafa fengið að deila verðlaunum með Angrist og Card sem hann sagði góða vini sína en Angrist svaramaðurinn í brúðkaupi Imbens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert