Pólsk yfirvöld hyggjast reisa vegg við landamæri sín að Hvíta-Rússlandi til þess að hindra flæði flóttamanna þaðan. Atkvæðagreiðsla um málið fer fram á pólska þinginu annað í dag eða á morgun.
Áætlaður kostnaður við að byggja slíkan vegg er 354 milljónir evra.
Stjórnvöld í Póllandi hafa bent á að fjöldi flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi aukist stöðugt en Pólland var eitt þeirra tólf ríkja sem í síðustu viku biðluðu til Evrópusambandsins að standa straum af kostnaði við hindranir á landamærum.
Þeir telja að þessi flóttamannaaukning sé birtingarmynd aðgerða Hvíta-Rússlands til að mótmæla refsiaðgerðum Evrópusambandsins gagnvart landinu.