Vill koma verkinu í öruggar hendur

Höggmyndin er átta metra há og stendur á skólalóð Háskólans …
Höggmyndin er átta metra há og stendur á skólalóð Háskólans í Hong Kong. AFP

Danskur listamaður hefur farið fram á að höggmynd hans verði komið í öruggar hendur og flutt frá Kína eftir að Háskólinn í Hong Kong fór skyndilega fram á að verkið yrði fjarlægt af skólalóðinni fyrir klukkan fimm í dag, þar sem það hefur staðið í 24 ár.

Höggmyndin er átta metra hár minnisvarði eftir listamanninn Jen Galschiot og stendur hann til minningar um þá sem létust á Tianamen torginu í Peking árið 1989. 

Í samtali við fréttastofu AFP sagði Galschiot að hann hefði ráðið lögfræðing á svæðinu og farið fram á fund með háskólanum varðandi framtíð minnisvarðans.

„Ég vona að eignarhald mitt yfir höggmyndinni verði virt og að ég muni geta flutt hann frá Hong Kong með viðunandi hætti, og að hann hljóti ekki miklar skemmdir,“ sagði Galschiot.

50 andlit og þjáðir líkamar eru til minnis um þá …
50 andlit og þjáðir líkamar eru til minnis um þá einstaklinga sem kínverski herinn myrt á Tiananmen torginu í Peking árið 1989. AFP

Talsmenn háskólans segja stofnunina enn vera að ráðfæra sig um lagalegu hlið málsins en að markmiðið sé að meðhöndla það á sem skynsamlegasta máta. 

Yfirvöld hafa enn ekki aðhafst í málinu en þrátt fyrir að klukkan sé nú orðin meira en fimm að staðartíma stendur höggmyndin enn við háskólann.

Háskólar gefa undan þrýstingi

Hong Kong var lengi eina borgin í Kína þar sem leyfilegt var að minnast Tianamen opinberlega með slíkum hætti. Í ljósi umfangsmikilla og ofbeldisfullra mótmæla undanfarin tvö ár hefur verið lögð meiri krafa á að Hong Kong lagi sig að þeirri ímynd sem yfirvöld vilja halda uppi.

Ráðlagði lögfræðistofa háskólans því stofnuninni að fjarlægja höggmyndin en yfirvöld hafa varað við því að minnisvarðar um Tianamen, og annað sem stendur til heiðurs atburðarins, gætu flokkast sem lögbrot.

Hong Kong hefur lengi geta státað sig af einum af bestu háskólum í Asíu og talið sig búa yfir miklu akademísku frelsi. Háskólayfirvöld virðast þó sífellt vera að gefa eftir þrýstingi yfirvalda þar sem farið er fram á ákveðinn pólitískan rétttrúnaði sé haldið til haga. 

Vill varðveita bútana

Biðlar Galschiot nú til íbúa Hong Kong að safna eins mörgum bútum úr verkinu og mögulegt er ef til þess kæmi að það yrði eyðilagt af yfirvöldum. 

„Hægt væri að nýta bútana til að skapa táknrænt listaverk sem sýnir að heimsveldi geta liðið undir lok en listin heldur áfram að vera til,“ sagði Galschiot.

Hefur listamaðurinn nú verið í samskiptum við einstaklinga í borginni sem hafa verið að taka þrívíddar myndir af verkinu til að hægt sé að skapa minni útgáfur af höggmyndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert