Greiða atkvæði um hvort refsa eigi Steve Bannon

Donald Trump ásamt þáverandi ráðgjafa sínum Steve Bannon í Hvíta …
Donald Trump ásamt þáverandi ráðgjafa sínum Steve Bannon í Hvíta húsinu árið 2017. AFP

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um árásina í þinghúsið 6. janúar mun í næstu viku greiða atkvæði um refsiábyrgð Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, en hann neitar að bera vitni fyrir henni. Nefndin hefur það hlutverk að rannsaka aðdraganda og orsakir árásarinnar.

Bannon tjáði nefndinni að hann myndi ekki svara kalli hennar um vitnisburð í vegna fyrirmæla frá Trump sem hefur ráðið samstarfsfólki sínu úr Hvíta húsinu frá því að aðstoða nefndina á nokkurn hátt þar sem hann hyggst bera fyrir sig friðhelgi á grundvelli embættisins.

„Herra Bannon neitar að aðstoða nefndina og felur sig í skjóli innihaldslausra og óskýrra yfirlýsinga fyrrverandi forsetans um meint réttindi sem hann hyggst bera fyrir sig,“ hefur New York Times eftir formanni nefndarinnar, Bennie Thompson. Nefndin hafnar þessari afstöðu Bannons og Trumps og segja því ekki lokið.

Þeir sem ekki sinna beiðni þingsins um að bera vitni geta sætt sektum frá hundrað dölum og upp í þúsund dali og verið gerð fangelsisrefsing frá einum mánuð og upp í heilt ár.

Flókin málsmeðferð í þinginu

Demókratar eru í meirihluta í nefndinni en líkur má leiða að því að hún muni samþykkja það að refsa Bannon fyrir að taka ekki þátt í störfum hennar. Þá yrði málið sent til Fulltrúaþingsins sem þyrfti þá að samþykkja málið einnig, en þaðan lægi leið þess í dómsmálaráðuneytið. 

Málið hefur reynst Demókrötum afar þungt í vöfum þar sem það er í meðferð innan þingsins og því hefur vitnaleiðsla og annars konar gagnaöflun gengið seinlega. Robert J. Costello lögmaður Bannon sagði í bréfi til þingnefndar að Bannon myndi hvorki reiða fram gögn né bera vitni fyrr en nefndin kæmist að samkomulagi við Trump um friðhelgi hans eða ef dómsúrskurður þess efnis bærist honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert