Breskur þingmaður látinn eftir stunguárás

Breski þingmaðurinn David Amess var stunginn á kjördæmafundi í dag.
Breski þingmaðurinn David Amess var stunginn á kjördæmafundi í dag. AFP

Breski þingmaðurinn David Amess var stunginn á kjördæmafundi sem haldinn var í Leigh-on-Sea á hádegi að staðartíma. Lögreglan hefur staðfest að maður hafi látist eftir árásina og staðfesta breskir miðlar að það sé Amess.

Lögreglan í Essex í Bretlandi segir að hún hafi handtekið meintan geranda og fundið hníf á vettvangi. Ekki sé verið að leita annarra vegna árásarinnar.

Amess var 69 ára gamall og þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í Southend West, en talið er að ráðist hafi verið á hann þegar hann hitti kjósendur í Belfairs Methodist kirkjunni.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þær fréttir bárust að Amess væri látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert