Leggja til Janssen örvunarskammta

AFP

Bandarískir sérfræðingar á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna mæla með að leyfi fyrir örvunarbólusetningum með Janssen bóluefninu verði gefið út á næstu dögum eða vikum.

Ákvörðunin mun hafa áhrif á um það bil 15 milljónir Bandríkjamanna sem hafa fengið einn skammt af Janssen bóluefninu en hafa áhyggjur af því að vörnin sé ekki næg gegn Delta-afbrigðinu.

Sérfræðingar í nefnd, sem skipuð var af matvæla- og lyfjaeftirlits eftirliti Bandaríkjanna, samþykktu í dag á fundi sínum við Johnson&Johnson að gögn frá fyrirtækinu sýna fram á að það sé öruggt að fá annan skammt af bóluefninu og það veiti betri vörn.

Sjálfstæðir sérfræðingar hafa lýst þeirri skoðun yfir að í raun sé annar skammtur af Janssen bóluefninu ekki örvunarskammtur, heldur veiti annar skammtur efnisins fulla vörn.

Paul Offit, sérfræðingur í bóluefnum, segir í samtali við fréttastofu AFP að hann telji að Janssen bóluefnið hafi alltaf verið „tveggja skammta“ bóluefni og erfitt sé að mæla aðeins með einum skammti af efninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert