Nöfn hinna látnu í Kongsberg

Fjórar konur og einn karlmaður létust í árásinni.
Fjórar konur og einn karlmaður létust í árásinni. AFP

Lög­regl­an til­kynnti á blaðamanna­fundi rétt í þessu nöfn þeirra sem lét­ust í árás­inni í Kongs­berg í Nor­egi í vik­unni.

Fjór­ar kon­ur og einn karl­maður lét­ust þegar Espen And­er­sen Bråt­hen skaut þau með með boga og örv­um. Á vef Af­ten­posten má sjá mynd­ir af þeim öll­um.

Hanne Mer­et­he Eng­lund, 56 ára, var ein þeirra fyrstu sem lést. Hún starfaði sem leir­kera­smiður og átti eina upp­komna dótt­ur.

Gun Ma­rith Madsen, 78 ára, var lista­kona og átti einn upp­kom­inn son. 

Hjón­in Liv Ber­it Bor­ge og Gunn­ar Erl­ing Sau­ve voru bæði 75 ára. Þau skilja eft­ir sig bæði börn og barna­börn. 

Andréa Meyer, 52 ára, lést síðust í árás­inni.

Að minnsta kosti þrír særðust í árás­inni, þar á meðal lög­reglumaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert