Nöfn hinna látnu í Kongsberg

Fjórar konur og einn karlmaður létust í árásinni.
Fjórar konur og einn karlmaður létust í árásinni. AFP

Lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu nöfn þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg í Noregi í vikunni.

Fjórar konur og einn karlmaður létust þegar Espen And­er­sen Bråt­hen skaut þau með með boga og örv­um. Á vef Aftenposten má sjá myndir af þeim öllum.

Hanne Merethe Englund, 56 ára, var ein þeirra fyrstu sem lést. Hún starfaði sem leirkerasmiður og átti eina uppkomna dóttur.

Gun Marith Madsen, 78 ára, var listakona og átti einn uppkominn son. 

Hjónin Liv Berit Borge og Gunnar Erling Sauve voru bæði 75 ára. Þau skilja eftir sig bæði börn og barnabörn. 

Andréa Meyer, 52 ára, lést síðust í árásinni.

Að minnsta kosti þrír særðust í árásinni, þar á meðal lögreglumaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert