Bjóða ættingjum fórnarlamba drónaárásar bætur

Tíu létust í árásinni.
Tíu létust í árásinni. AFP

Stjórn Bandaríkjanna hefur boðist til þess að borga ættingjum fórnarlamba dróna­árásar sem Banda­ríkja­menn gerðu í Kabúl í Af­gan­ist­an 29. ág­úst bætur. Tíu al­menn­ir borg­ar­ar lét­ust í árás­inni, þar af sjö börn.

Fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar voru fjöl­skylda og ein­stak­ling­ur sem starfaði við mannúðaraðstoð, yngsta fórn­ar­lamb árás­ar­inn­ar var tveggja ára.

Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ráðuneytið vinni nú einnig að því að bjóða ættingjum fórnarlambanna hæli í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka