Amazon í Bretlandi bíður nú fólki allt að þrjú þúsund pund, eða um 530 þúsund krónur, fyrir að starfa hjá fyrirtækinu yfir jólin á svæðum þar sem vantar starfskraft.
Samband fyrirtætkja í matvæla- og drykkjariðnaði í Bretlandi segja að um „baráttu um starfsfólk“ að ræða fyrir jólavertíðina. Amazon stefnir að því að ráða um 20 þúsund manns tímabundið til þess að anna eftirspurn.
Á vef the Guardian er haft eftir Ian Wright, framkvæmdastjóra sambandsins að hann telji að smærri fyrirtæki hafi ekki roð í stórfyrirtækið Amazon sem bjóði hærri laun og fyrrnefnda uppbót.
„Þetta þýðir hærra verðlag og færri valkosti í hillunum. Birgjar munu líklega framleiða minna magn af vöru og ef þeir geta munu þeir hækka vöruverð.“
Hæstu uppbótina fær fólk sem tekur til starfa í vöruhúsi Amazon í Exeter-borg í suðvestur Englandi, eða þrjú þúsund pund fyrir fullt starf.