Dauðarokkari erfði aldagamlan írskan kastala

Írski dauðarokksunnandinn Randall Plunkett býr í Dunsany-kastala, norðaustur af Dublin, höfuðborg Írlands, kastala sem forfeður hans hafa búið í og varðveitt í níu aldir. 

Hann vekur ekki gleði nágranna sína, enda er hann grænkæri og hefur sleppt öllum dýrum á jörð kastalans lausum. 

Randall stingur þannig svolítið í stúf við forfeður sína, sem þekja flestir veggi kastalans á mikilfenglegum málverkum, þar sem hann hefur hætt allri umhirðu á jörð kastalans til þess að leyfa gróðrinum að leika lausum hala.

En hann segir að dýra- og blómategundir séu nú að snúa aftur til Dunsany, eftir hundruða ára útvistun.

AFP-fréttaveitan ræddi við þennan spéfugl, sem vakið hefur athygli í Írlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka