Greina frá nafni þess grunaða um morð Amess

Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sem liggur undir grun vegna morðsins á David Amess heitir Ali Harbi Ali.

Hann er breskur ríkisborgari af sómalískum uppruna og er 25 ára gamall.

Hann verður í gæsluvarðahaldi að minnsta kosti þangað til á föstudag en hann hefur ekki verið ákærður.

Morðið á þingmanninum var skilgreint sem hryðjuverkaárás í gær sem gefur lögreglu lengri tíma til þess að yfirheyra Ali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert