Afganska unglingsstúlkan Amena varð vitni að því þegar tugir bekkjarfélaga hennar fórust í spengjuárás Ríkis íslams á skólann hennar í maí.
Þrátt fyrir það var hún harðákveðin í því að halda áfram menntun sinni.
Núna, eins og með flestar stelpur á framhaldsskólaaldri í Afganistan, hefur henni verið bannað að fara í skólann eftir að harðlínustjórn talíbana tók við völdum í landinu.