Norræn flugfélög afnema grímuskyldu

Flugvélar SAS.
Flugvélar SAS. AFP

Fjögur norræn flugfélög hafa afnumið grímuskyldu í meirihluta flugferða sinna. Breytingin tók gildi í morgun.

SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr hafa afnumið grímuskylduna í öllum ferðum sínum á milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, að sögn Forbes.

Allar þrjár þjóðirnar hafa afnumið mikinn meirihluta takmarkana vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að bólusetningar hafa gengið mjög vel og færri hafa verið lagðir inn á sjúkrahús en áður vegna veirunnar.

Icelandair er enn með grímuskyldu í sínum flugferðum, eins og kemur fram á vefsíðu flugfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert