Tuttugu og fimm ára gamall maður hefur verið ákærður vegna morðsins á breska þingmanninum David Amess, sem var stunginn til bana í síðustu viku.
Maðurinn sem um ræðir heitir Ali Harbi Ali, en hann var handtekinn á vettvangi síðasta föstudag. Hann er einnig ákærður fyrir að standa að undirbúningi hryðjuverkaárásar.
Amess var 69 ára gamall og skilur eftir sig fimm börn. Hann var stunginn til bana þar sem hann mætti til fundar við kjósendur í austurhluta Lundúnaborgar. Er hann annar breski þingmaðurinn sem hlýtur sambærileg örlög á síðustu fimm árum en Helen Joanne Cox var myrt árið 2016.
Þingmenn breska þingsins héldu mínútuþögn til að minnast Amess í gær, þegar þingið kom saman á ný eftir þriggja vikna hlé.