Loftslagsvá ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna

Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna segja tilefni til þess að huga að loftslagsmálum …
Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna segja tilefni til þess að huga að loftslagsmálum við stefnumótun sína. AFP

Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna telja að hnattræn hlýnun og loftslagsbreytingar skapi ógn fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og geti verið til þess fallið að auka á óstöðugleika á heimsvísu.

Þetta er í fyrsta sinn sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fjalla um loftslagsmál með þessum hætti.

Forsvarsmenn Hvíta hússins segja að sífellt öfgakenndara veðurfar í Bandríkjunum auki áhættu á því að brestur verði þjóðaröryggi Bandaríkjanna og vísa þannig í skýrslur þarlendra leyniþjónustustofnanna.

Pentagon horfir til loftslagsbreytinga

Samkvæmt skýrslum leyniþjónustustofnananna eru loftslagsbreytingar að auka á milliríkjadeilur vegna þess að ríki heimsins deila sífellt meir um ábyrgð og hlutverk hvers og eins í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.

Sem viðbrögð við þessari nýju nálgun stofnananna, mun vera kveðið á um áhrif loftslagsbreytinga í áætlanagerð þeirra hér eftir.

Bandaríska varnamálaráðuneytið, Pentagon, mun t.a.m. taka mið af loftslagsbreytingu við þjálfun hermanna og starfsfólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert