Sauðfé á hinni afskekktu skosku eyju North Ronaldsay er gætt sérstökum hæfileikum sem gætu hjálpað íbúum jarðar við að takast á við loftslagsvána.
Sauðféð leggur sér nefnilega þang til munns og er þang aðaluppistaðan í mataræði þess. Frekar var það af nauðsyn en af hreinu vali sem sauðféð á eynni fór að éta svo mikið af þangi enda byggðu eyjaskeggjar múr sem halda dýrunum við sjávarsíðuna.
Þetta hefur orðið vísindamönnum innblástur sem kanna nú hvort það að bæta þessum ljúffenga gróðri jarðar við mataræði búfénaðar geti hjálpað til við að minnka framleiðslu dýra á metani, gróðurhúsalofttegund sem leggur hlýnun jarðar lið. Í þangi er að finna efni sem truflar metanframleiðslu. Slíkt gæti hjálpað til við baráttuna við loftslagsvána.
Þetta eru líklega ekki alveg nýjar fréttir fyrir Íslendinga, en hér hefur fjörubeit sauðfjár lengi verið þekkt, þó sjaldan hafi sauðfé verið girt af í fjörum.