Bandaríkin hafa í fyrsta skipti nú gefið út kynhlutlaus vegabréf, sem ætluð eru þeim sem telja sig hvorki vilja skilrgeina sig sem karla né konur. BBC greinir frá.
Í dálk vegabréfsins sem ýmist er merktur karlkyns eða kvenkyns stendur þá einungis X, en Dana Zzym, 66 ára millikyns baráttusinni var fyrst til að hljóta slíkt vegabréf en hún kærði stjórnvöld fyrir að gefa ekki út kynhlutlaus vegabréf árið 2015.
Zzym, sem er kynsegin, sagði í samtali við BBC að um sé að ræða stóran áfanga fyrir sig, enda gæti hún „ferðast milli staða og sagt „já, svona er ég““. Henni var áður neitað um slíkt vegabréf en fyrir útgáfu þess upplifði hún sig fangelsaða.
Yfir tíu lönd, þar á meðal Kanada, Þýskaland, Ástralía og Indland, bjóða upp á kynhlutlaus vegabréf.