Minniháttar endurbót á nýrri loftslagsáætlun Kína

Nýja áætlunin staðfestir að markmið Kína sé að ná kolefnishlutleysi …
Nýja áætlunin staðfestir að markmið Kína sé að ná kolefnishlutleysi fyrir 2060 og minnka magn losunar á hverja einingu efnahagsframleiðslu um meira en 65 prósent. AFP

Kína lagði í dag fram endurnýjaða áætlun um að draga úr kolefnislosun. Nýja áætlunin kemur aðeins nokkrum dögum fyrir COP26 loftslagsráðstefnunnar sem fram fer í Glasgow og hefst á sunnudag.

Nýja áætlunin staðfestir að markmið Kína sé að ná kolefnishlutleysi fyrir 2060 og minnka magn losunar á hverja einingu efnahagsframleiðslu um meira en 65 prósent.

Sérfræðingar telja þó að nýja áætlunin fæli í sér minniháttar endurbótum á núverandi áætlun Kína og væri langt því að vera nægjanlegt frá landinu sem ber ábyrgð á meira en fjórðungi allrar kolefnismengunar.

Hámarkslosun verði 2030

Sem hluti af Parísarsamkomulaginu 2015 samþykktu öll lönd að draga úr losun til að takmarka hækkandi hitastig og halda hækkuninni vel undir tveimur gráðum á Celsíus.

Samkvæmt fyrirkomulagi samningsins samþykktu undirritaðir að leggja fram nýjar og metnaðarfyllri áætlanir til að draga úr losun, þekktar sem Nationally Determined Contributions, á fimm ára fresti.

Á síðasta ári gaf Xi Jinping forseti Kína til kynna að landið myndi ná kolefnishlutleysi um 2060 og að hámarkslosun landsins yrði um 2030.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert