Rusl og drasl hefur safnast upp á götum New York-borgar vegna verkfalls öskumanna þar í borg. Verkfallið er til komið vegna bólusetningarskyldu sem starfmönnum borgarinnar er gert að gegna.
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, tilkynnti nýverið að allir starfsmenn borgarinnar skyldu verða bólusettir gegn kórónuveirunni. Ekki eru allir á eitt sáttir með þá reglu og er draslið á götum New York ein birtingarmynd þess.