Danir taka aftur upp hraðpróf

Ákveðið var að setja hraðprófunarstöðvar fyrst upp í þeim hverfum …
Ákveðið var að setja hraðprófunarstöðvar fyrst upp í þeim hverfum Kaupmannahafnar þar sem smitum hefur fjölgað talsvert. AFP

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp hraðpróf að nýju og auka aðgengi að PCR-prófum eftir að smitum hefur fjölgað þar í landi. Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Ákvörðunin var tekin eftir fund Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra með fulltrúum flokkanna á þingi. Ráðherra hvetur almenning til þess að þiggja prófin og einnig að óbólusettir láti bólusetja sig.

Ákveðið var að setja hraðprófunarstöðvar fyrst upp í þeim hverfum Kaupmannahafnar þar sem smitum hefur fjölgað talsvert. Þá verður komið upp skimunarstöðvum annars staðar í landinu í næstu viku. 

Eskild Petersen, prófessor í smitsjúkdómafræðum við háskólann í Árósum, telur að taka þurfi upp grímuskyldu og hefja notkun kórónuveiruvegabréfa á ný og segir núverandi áætlun stjórnvalda ekki duga til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert