Vandlega klæddir menn í þjónustu rússneska neyðarástandsráðuneytisins sótthreinsa Savelovsky-brautarstöðina í Moskvu á þriðjudaginn til að draga eftir föngum úr smithættu kórónuveirunnar.
Þennan sama dag greindust 36.446 ný smit í landinu, auk þess sem 1.106 létust af völdum pestarinnar, sem nú hefur krafist tæplega 240.000 mannslífa frá upphafi heimsfaraldursins, og ákváðu stjórnvöld að loka á alla starfsemi, aðra en bráðnauðsynlega, tímabilið 28. október til 7. nóvember.
Í dag hefst einnar viku launað frí vinnandi fólks í sóttvarnaskyni.