Tugir reyna að leysa ráðgátuna 3 árum síðar

Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018.
Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018. AFP

Um 20 til 30 rann­sókn­ar­lög­reglu­menn í aust­ur­hluta Nor­egs eru enn að reyna að leysa ráðgát­una varðandi hvarf Anne-Elisa­beth Hagen fyr­ir þrem­ur árum síðan. Lög­regl­an tel­ur að hún hafi verið myrt. 

„Við telj­um að það sé enn hægt að leysa málið. Það er ligg­ur eng­inn vafi á því að þetta er erfitt og krefj­andi mál. Það er áskor­un á marg­an hátt og þarna eru á ferðinni stór og flók­in verk­efni sem tek­ur tíma að leysa,“ sagði Gjer­mund Hans­sen rann­sókn­ar­lög­reglumaður í sam­tali við NRK.

Norski fjár­fest­ir­inn, verk­fræðing­ur­inn og millj­arðamær­ing­ur­inn Tom Hagen, eig­inmaður Anne-Elisa­beth, hef­ur legið und­ir grun um að standa á bak við hvarfið. Hann hef­ur vísað því á bug og seg­ist sakna eig­in­konu sinn­ar.

Svein Hold­en, lögmaður Toms Hagen, seg­ir málið hafa reynst skjól­stæðingi sín­um og fjöl­skyldu hans ákaf­lega erfitt.

„Ég er al­gjör­lega sann­færður um að Tom Hagen verði aldrei dæmd­ur en ég vona að lög­regl­an finni þá sem námu Anne-Elisa­beth Hagen á brott og að þeir verði dæmd­ir,“ sagði Hold­en.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert