Tveggja vikna hvíld í viðbót

Elísabet Bretlandsdrottning 6. október síðastliðinn.
Elísabet Bretlandsdrottning 6. október síðastliðinn. AFP

Elísabet Bretlandsdrottning þarf að hvíla sig í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar.

Buckingham-höll greindi frá þessu í gær en drottningin þurfti nýverið að leggjast inn á spítala í eina nótt vegna rannsókna.

„Vegna nýlegra ráðlegginga um að drottningin skuli hvílast í nokkra daga hafa læknar hennar mælt með því að hún haldi áfram að hvíla sig í að minnsta kosti næstu tvær vikur,“ sagði í yfirlýsingu frá konungshöllinni.

Læknarnir segja að Elísabet, sem er 95 ára, geti haldið áfram að sinna skyldustörfum sínum en hún mun ekki fara í opinberar heimsóknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert