Elísabet Bretlandsdrottning þarf að hvíla sig í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar.
Buckingham-höll greindi frá þessu í gær en drottningin þurfti nýverið að leggjast inn á spítala í eina nótt vegna rannsókna.
„Vegna nýlegra ráðlegginga um að drottningin skuli hvílast í nokkra daga hafa læknar hennar mælt með því að hún haldi áfram að hvíla sig í að minnsta kosti næstu tvær vikur,“ sagði í yfirlýsingu frá konungshöllinni.
Læknarnir segja að Elísabet, sem er 95 ára, geti haldið áfram að sinna skyldustörfum sínum en hún mun ekki fara í opinberar heimsóknir.
Queen Elizabeth II advised by doctors to rest for at least another two weeks, Buckingham Palace sayshttps://t.co/eEPXS6KaX7
— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 29, 2021