Talið er að 12 einstaklingar séu slasaðir eftir að tvær lestir lentu saman í Salisbury í Englandi, að því er segir í frétt BBC.
Áreksturinn átti sér stað nærri London Road og voru lestirnar annars vegar á vegum South Western Railway og hins vegar á vegum Great Western.
Auk þeirra 12 sem talið er að séu slasaðir er talið að einn ökumannanna sé fastur í lestinni. Að sögn James Ingham, fréttaritara BBC, er ekki talið að neinn farþegana sé alvarlega slasaður.
Áreksturinn átti sér stað rétt fyrir klukkan sjö í kvöld þegar ein lestin keyrði á hlut í göngunum og seinni lestin keyrði síðan á hana enda hafði viðvörunarkerfi bilað við fyrri áreksturinn.
Lögregla, slökkvilið sjúkrabílar og landhelgisgæslan mættu á vettvang.
⚠️ Statement on this evening's incident, with @GWRHelp and @SW_Help : pic.twitter.com/JxfMqaWUCu
— Network Rail Wessex (@NetworkRailWssx) October 31, 2021