12 slasaðir eftir árekstur tveggja lesta

Lögreglukona í Salisbury. Myndin er úr safni.
Lögreglukona í Salisbury. Myndin er úr safni. AFP

Talið er að 12 einstaklingar séu slasaðir eftir að tvær lestir lentu saman í Salisbury í Englandi, að því er segir í frétt BBC.

Áreksturinn átti sér stað nærri London Road og voru lestirnar annars vegar á vegum South Western Railway og hins vegar á vegum Great Western.

Auk þeirra 12 sem talið er að séu slasaðir er talið að einn ökumannanna sé fastur í lestinni. Að sögn James Ingham, fréttaritara BBC, er ekki talið að neinn farþegana sé alvarlega slasaður.

Áreksturinn átti sér stað rétt fyrir klukkan sjö í kvöld þegar ein lestin keyrði á hlut í göngunum og seinni lestin keyrði síðan á hana enda hafði viðvörunarkerfi bilað við fyrri áreksturinn.

Lögregla, slökkvilið sjúkrabílar og landhelgisgæslan mættu á vettvang.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert